Hreinsunardagur

Ágætu foreldrar

 

Á morgun föstudag 23. maí ætlum við í skólanum að snyrta þorpin okkar með því að tína upp rusl. Það er því mikilvægt að börnin komi klædd miðað við veður svo þau geti tekið þátt í þessu átaki.

Á morgun lýkur kennslu á Eyrarbakka (7.-10.bekk) kl. 12:30 og á Stokkseyri (1.-6.bekk) kl. 13:15 og fara þá börnin heim. Skólavistin verður opin samkv. venju.

Á mánudaginn hefst svo Barnabær og þá eiga allir nemendur að mæta í skólann á Stokkseyri. Á Barnabæjardögum verður ekki boðið upp á hafragraut á morgnana og þurfa því börnin að koma með nesti að heiman. Ávextir og mjólk verða í boði fyrir þá sem eru í áskrift. Á mánudaginn halda svo 10.bekkingar í vorferðina sína til Skagafjarðar.

 

 

Kveðjur frá skólastjórn BES