BARNABÆR 2015 – TÍVOLÍ!

 

NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ !

 

Fimmtudaginn 4. júní opnar Barnabær kl. 10:00 og verður opið til kl. 12:00. Í ár verður TÍVOLÍ þema í Barnabæ. Mikið verður um fjörlega leiki og þrautir ásamt mörgu öðru. Í ár verða ekki BESÓAR í gangi heldur verður formið með öðrum hætti.

Aðgangsarmband kostar kr. 500 sem veitir aðgang að Tívolíinu. Síðan eru seldir aðgöngumiðar inn á ákveðin atriði í Tívolíinu og kosta 5 miðar kr. 500 og 10 miðar kr. 1000. Síðan kostar mismunandi fjölda miða inn á atriði og uppákomur.

Boðið verður upp á draugahús, tombólu, bingó, tívolíþrautir, spákonu, furðumyndatökur og margt fleira í okkar frábæra BARNABÆJAR TÍVOLÍ!!!!! Í SKÓLANUM Á STOKKSEYRI

Þó við verðum með posa þá biðjum við viðskiptavini okkar að koma með fjármuni í seðla- eða myntarformi ef mögulegt er.

Látið þetta berast til allra!!!

 

 

!ÁFRAM BARNABÆR!

BARNASKÓLINN Á EYRARBAKKA OG STOKKSEYRI