Miðvikudaginn 15. mars fór fram Suðurlandsriðill Skólahreystis í íþróttahöll Stjörnunar í Garðabæ. Skemmst er frá því að segja að Barnaskólinn (BES) sigraði riðilinn með fjórum stigum og er þar af leiðandi kominn í úrslitakeppnina sem fram fer í Laugardalshöll 26. apríl. Sannarlega stórglæsilegur árangur hjá liði BES en skólinn náði 4. sæti í fyrra. Nemendur BES hafa æft linnulaust fyrir keppnina í vetur undir handleiðslu Vigfúsar Helgasonar íþróttakennara. Lið skólans skipa Halldór Ingvar Bjarnason, Símon Gestur Ragnarsson, Bríet Bragadóttir, Lilja Atladóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Eyþór Ás Þórisson og Hrafn Arnason.
Undirbúningur fyrir lokakeppnina hófst strax í dag en sú keppni verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu 26. apríl næstkomandi.