BES lítur sér nær – opið fyrir hugmyndir

Stjórnendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri héldu skólamálafund miðvikudaginn 10. nóvember síðastliðinn. Til fundarins var boðað þar sem skólinn fékk nýverið styrk frá Sprotasjóði til þess að efla samstarf og samvinnu við nærumhverfið. Skólinn stofnaði til verkefnissins BES lítur sér nær sem ætlað er sem einskonar stökkpallur inn í slíka vinnu og samstarf. Markmiðið með verkefninu er að úr verði varanlegt samstarf til eflingar skólastarfs, menningar og atvinnulífs svæðisins.  Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar og góðar umræður þar sem margar hugmyndir voru viðraðar.

Stjórnendur Barnaskólans vilja bjóða þeim sem ekki höfðu tök á að komast á fundinn að senda inn hugmyndir að samstarfi á Sigríði Pálsdóttur, deildarstjóra og verkefnastjórna BES lítur sér nær, hugmyndir á tölvupóstfangið sigridurp@barnaskolinn.is fyrir 10. desember næstkomandi. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim fjölmörgu hugmyndum sem komu fram á fundinum.

Stjórnendur BES

  • Umræða um að mikilvægt væri að vinna svona verkefni og samvinnu yfir allan veturinn ekki bara á vorin þegar nemendur eru búnir að fá nóg og eru ekki að vinna úr verkefnunum.
  • Leikjadagur sem stýrt er af foreldrum.
  • Efla foreldrastarfið í Barnabæ aftur.
  • Víkingafélag Suðurlands mæti með búninga og fylgihluti.
  • Félagsvist, þar sem nemendur og samfélagið taka þátt.  Ungmennafélag Eyrarbakka er byrjað með félagsvist og vill gjarnan virkja nemendur þar.
  • Laufabrauðsbakstur í skólanum þar sem nemendur og íbúar tækju þátt.
  • Tengja skólann við menningu þorpanna, t.d. Þuríðarbúð, Byggðasafnið o.fl.
  • Nýta Þuríðarbúð til að skoða sögu Stokkseyrar.
  • Fá sjómenn/konur til að koma í skólann og segja frá. (helst í fullum skrúða)
  • Slysavarnarfélagið sér um öskudagsball og myndi vilja koma inn í skólann með eitthvað fleira.
  • Þarf hvort félagasamtök eru til í að styrkja samstarf (kvenfélag, Lions, Kiwanis o.s.frv.)
  • Kvenfélagið:  Fá nemendur með í að undirbúa kökubasar og aðra fjáröflun og aðstoða á  jólaböllum.  Útskýra fyrir nemendum af hverju er verið að gera þetta og hver ávinningurinn er.
  • Endurvekja kartöflugarðana og rækta kartöflur fyrir skólann.
  • Athuga líka með skólagarða. Unglingavinna sinni sumrinu og/eða nemendahópar taki að sér vissar vikur.
  • Bambagróðurhús – rækta grænmeti fyrir skólann – heilsueflandi skóli matur úr héraði.
  • Hafa samstarf við gróðrarstöðvar.
  • Listahátíð fer fram á Eyrarbakka  15. maí til 15. júní 2021. Listamenn alls staðar úr heiminum. Framlag þeirra er meðal annars að gera eitthvað fyrir  samfélagið.  Athuga með tengingu við skólann.
  • “Fataverksmiðja” Setja upp ferli þar sem hægt væri að koma með notuð föt og breyta þeim  svo eða  endurnýta í eitthvað annað.
  • Verkefni þar sem nemendur myndu kenna eldri borgurum á snjalltæki.
  • Safnfræðslukassar af Byggðasafni, nota þá í skólastarfið.
  • Taka viðtöl við íbúa og vinna úr þeim
  • Labba á milli listamanna og fá að sjá hvað er í gangi.
  • Útbúa Tímabox, safna einhverju sem er okkur mikilvægt í dag setja í box og loka boxinu.  Opna boxið eftir 50 ár. Tengja þetta t.d. við afmæli skólans á næsta ári.
  • Fjölmenning, leita til foreldra og annarra sem flutt hafa frá öðrum löndum og fá kynningu á  menningu og öðru sem vekur áhuga.
  • Starfafræðsla, fá foreldra og aðra á staðnum til að koma í skólann og kynna ólík störf.
  • Kynning á atvinnulífi.
  • Kenna hugleiðslu og jóga.