Bolludagur og öskudagur

Mánudaginn 15. febrúar næstkomandi er bolludagur. Þá er hefð fyrir því að nemendur komi komi með bollur í nesti og við höldum þeirri hefð áfram fyrir þá sem slíkt kjósa. Miðvikudaginn 17. febrúar er svo öskudagur. Þá hefjum við hefðbundið skólastarf fyrri hluta morgunsins en brjótum það svo upp með allskyns skemmtilegum hlutum. Skólastarfi lýkur á öskudaginn að hádegisverði loknum. Akstur skólarútu verður með þessum hætti:

12:20 – Frá Eyrarbakka

12:30 – Frá Stokkseyri

Frístund verður með opið frá kl. 12:30 á öskudag.