Breytingar á leiðarkerfi Strætó

Þann 3. janúar næstkomandi verða eftirfarandi breytingar gerðar á leiðarkerfi Strætó:

  • Tvær stoppistöðvar bætast við í Árborg á leiðum 74 og 75, annars vegar við
    Barnaskólann á Stokkseyri og hins vegar við Eyrarveg 11 á Selfossi (Eyrarvegur /
    Kirkjuvegur).
  • Stoppistöðin Orkan Selfossi verður Olís Selfossi og verður staðsett á móti Olís.

Leið 75
Ferð kl. 14:00 frá Selfoss – N1 mun fara fyrst á Stokkseyri, síðan á Eyrarbakka í stað
þess að fara fyrst á Eyrarbakka, síðan Stokkseyri.