Indverski listamaðurinn Baniprosonno í BES

Á þriðjudaginn var fengum við í BES alveg ótrúlega skemmtilega heimsókn til okkar á Stokkseyri. Til okkar kom indverski listamaðurinn BANIPROSONNO og kona hans Putul. Þau hafa margoft komið til Íslands og þá haldið listasmiðjur í Listasafni Árnesinga, bæði fyrir kennara og börn og á fleiri stöðum um landið. Baniprossonno kom með smiðju sem heitir ,, I paint – you draw“ en hann kom til okkar frá Evrópu þar sem hann er búin að vera að halda sýningar. Virkilega skemmtileg stund sem við áttum með þessum eðal hjónum.

Hjördís myndmenntakennari

Jpeg
Jpeg
Jpeg
Jpeg
Jpeg
Jpeg