Breytt dagskrá á morgun miðvikudag 31. okt.

Kæru forráðamenn

Miðvikudaginn 31. október fara allir starfsmenn skólans á málþing sem haldið er í Fjölbrautarskóla Suðurlands. Málþing þetta er fyrir alla starfsmenn sem starfa í leik- og grunnskólum Árborgar. Málþingið hefst kl. 13.00 Af þessum sökum lýkur skóla að loknum hádegisverði eða kl. 12.35 og verður nemendum ekið heim þá.

Skólavistin verður opin frá 12.40 miðvikudaginn 31. október!

Með kveðju

Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri