Á morgun, föstudaginn 1. júní 2018, fer Barnabæjardagurinn fram í húsnæði skólans á Stokkseyri. Þar verður rekið kaffihús og allskyns varningur sem nemendur hafa unnið hörðum höndum við að framleiða síðustu daga til sölu. Húsið opnar kl. 9:30 og er opið til 12:00.
Mánudaginn 4. júní er svo íþrótta- og útivistardagur. Þar mæta nemendur 1. – 6. bekkjar kl. 8:15 og og eru í skemmtilegri dagskrá til kl. 12:00 en þá grilla nemendur og starfsmenn skólans saman. Skóladegi lýkur kl. 12:30 en þá fer skólabíllinn með nemendur heim. Nemendur 7. – 10. bekkja mæta kl. 9:00 á Eyrarbakka (rúta kl. 8:40 frá Stokkseyri) þar sem þeir keppa í Brennibolta og fara svo á Kajak á Stokkseyri. Nemendur eru beðnir um að klæða sig eftir veðri, grautur verður í boði um morguninn.
Þriðjudaginn 5. júní eru skólaslit haldin í húsnæði skólans á Stokkseyri kl. 17:00.
Bestu kveðjur,
Stjórnendur