Dagur gegn einelti

Miðvikudaginn 15. nóvember fór fram dagur gegn einelti í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nemendur unnu þvert á bekki, skipuðust í blandaða hópa frá 1. -10 bekkjar og unnu að þematengdum verkefnum sem styrkja samtakamátt og hafa mikið og sterkt forvarnargildi gagnvart einelti. Dagurinn tókst afskaplega vel og var gerður góður rómur að vinnunni sem skipulögð var af Olweusarteymi skólans ásamt allsherjarnefnd. Hrós og þakkir til allra starfsmanna og þeirra sem komu að skipulagningu og framkvæmd dagsins.