Fjármálavit í 10. bekk

Á dögunum fengu nemendur í 10. bekk fræðslu frá Fjármálaviti, samtökum fjármálafyrirtæka um fjármál. Síðustu ár höfum við fengið heimsókn frá samtökunum þar sem fræðsla hefur verið veitt ásamt því að veita nemendum innblástur. Námsefnið sem unnið er með er hannað og þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Nánar um fyrirbærið Fjármálavit hér: www.fjarmalavit.is