Dale Carnegie námskeið fyrir unglinga

Á vorönn mun Dale Carnegie bjóða upp á námskeiðið „Næsta kynslóð“ fyrir ungmenni á aldrinum 14 – 16 ára (fædd 2004-2006). Námskeiðið er haldið í samstarfi við félagsmiðstöðina Zelsiuz og forvarnarhóp Sveitarfélagsins Árborgar. Námskeiðið er í 9 skipti, einu sinni í viku í 3,5 tíma í senn og verður haldið á fimmtudögum. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 20. febrúar. Námskeiðið kostar venjulega 109.000 krónur en vegna samstarfs við félagsmiðstöðina og forvarnarhópinn þá er hægt að bjóða unglingum hér í Sv. Árborg námskeiðið á kr. 60.000 kr. Einnig má nýta frístundastyrkinn í þetta verkefni og þá yrði heildarverðið 25.000 kr.
Þess má geta að flestir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu meta námskeiðið upp á eina til tvær framhaldsskólaeiningar.

Skráning og nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Gunnari E. Sigurbjörnssyni, frístunda- og forvarnarfulltrúa. Vefpósturinn hjá honum er gunnars@arborg.is og símanúmer er 480-1950 eða 820-4567.

Ítarlegri upplýsingar um Dale Carnegie:
Heimasíða – Lýsing á námskeiði fyrir 13 til 15 ára
https://island.dale.is/ungtfolk/dale-fyrir-13-15-ara/
Video fyrir 13 til 15 ára
https://www.youtube.com/watch?v=xYQIgsiS2ps
Online bæklingur fyrir ungt fólk
https://vefbirting.prentmetoddi.is/dalecarnegie/ungt_folk/