Skipulagsdagur og foreldraviðtöl

Mánudaginn 3. febrúar n.k. er skipulagsdagur kennara og fellur því venjulegt skólahald niður. Þriðjudaginn 4. febrúar er nemenda- og foreldraviðtaladagur þar sem nemendur mæta með foreldrum eða forráðamönnum í viðtal hjá umsjónarkennara. Viðtölin fara fram í skólahúsnæðinu á Stokkseyri og erum foreldrar/forráðamenn hvattir til að bóka viðtalstíma á Mentor.