Dreka- og töfralestur á skólabókasafninu

Á skólabókasafninu á Stokkseyri  geta nemendur í 3. til 6. bekk tekið þátt í dreka- og töfralestri.  Dreka- og töfralestur er lestrarátak, þar sem bækur um dreka og töfra eru flokkaðar í 5 þyngdarstig sem kallaðar eru gráður.  Til að klára hverja gráðu þarf nemandi að lesa ákveðinn fjölda bóka og sér bókavörður um að halda skrá yfir hvað hver nemandi hefur lesið. 

            Þegar nemandi lýkur 1. gráðu fær hann viðurkenningarskjal með nafninu sínu og byrjar þá í 2. gráðu, svo koll af kolli þar til nemandi hefur klárað allar 5 gráðurnar. Þá er afhent viðurkenningarskjal og nafnið á viðkomandi prentað á blað og sett upp á vegg í skólanum þar sem kemur fram að hann/hún sé orðin Dreka- eða Töframeistari.  Þetta hefur notið mikilla vinsælda hjá nemendum og erum við nú þegar búin að eignast nokkar Dreka- og/eða Töframeistara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Sjá fleiri myndir hér: http://www.barnaskolinn.is/upplysingar/myndasafn/dreka-og-tofralestur/#gallery