Öskudagurinn í BES

Á öskudaginn mega nemendur á 1. – 6. bekkjar á Stokkseyri  koma grímubúin í skólann og verðum við með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Dagurinn hefst með hefðbundinni kennslu nema hvað nemendur fara ekki í sund og í íþróttahúsi fá börnin að vera í sínum grímubúning.  Hádegismatur verður kl. 11:25 og klukkan 12:10 hefst öskudagsdagskráin með því að nemendur og starfsfólk marsera um skólann. Í framhaldi verður ,,kötturinn“ sleginn úr tunnunni og diskótek til kl. 13:15, en þá lýkur dagskránni og allir halda heim til sín.

         Á Eyrarbakka mun unglingastigið vera í hefðbundnu námi fram undir hádegi, þá hefst undirbúningur fyrir öskudagsball sem fram fer um kvöldið í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka kl. 20:30 og stendur til 22:30.

 

Stjórnendur