Enginn akstur skólabíla vegna ófærðar – mánudaginn 14. febrúar

Skólabílar ganga ekki í dag, mánudaginn 14. febrúar vegna ófærðar. Staðan verður tekin þegar líður á morguninn, mögulega fer aksturinn í gang á ný síðar um morguninn. Skólarnir verða opnir fyrir þá nemendur sem komast í skólann í dag og eru ekki háðir akstri skólabíla.

Uppfært kl. 10:02

Þar sem illfært er í og við Stokkseyri og Eyrarbakka í dag og veðurútlit versnar er líða tekur á daginn fellum við niður skólastarf með eftirfarandi hætti í dag:

Unglingastig

10:00 – skólastarfi lýkur. 

Yngra stig

12:30 – Skólastarfi lýkur. Við óskum eftir því að nemendur á yngra stigi verði sóttir á bilinu 12:30 – 13:00. Ef foreldrar/forráðamenn óska eftir því að börn þeirra fái að ganga heim ber að tilkynna skóla það.

 

Akstur skólabíls fellur niður í dag og biðjum við foreldra/forráðamenn að fylgjast með tilkynningum um skólaakstur í fyrramálið þar sem veðurútlið fyrir næstu klukkustundirnar/sólahringinn er ekki gott.

 

Frístund verður lokuð í dag.

 

Nánari upplýsingar veita stjórnendur.