Enginn skólabíll að svo stöddu í dag 27. apríl

Mikið snjóaði í nótt og illfært er að skólunum og aðstæður erfiðar og því mun skólabíllinn ekki keyra þennan morguninn. Við bíðum svara varðandi framhaldið í dag frá GTS. Skólinn opnar á venjulegum tíma og við tökum við börnunum en því miður er ekki morgunakstur. Við setjum inn tilkynningu hér um leið og við höfum einhver svör.