Smiðja í boði Listasafns Árnesinga – Langspil

Einn góðan dag í mars mætti Eyjólfur Eyjólfsson þjóðfræðingur, tónlistarmaður og tónskáld í tónmenntatíma hjá 6. bekk.  Þar kynnti hann fyrir nemendum langspil, sögu þess og notkun.  Nemendur fengu svo að prófa hinar ýmsu aðferðir við að spila á langspil m.a. plokka og nota boga eða fjöður.  Nemendur sýndu þessu áhuga og skemmtu sér vel. Þessi smiðja var ein af fjölmörgum smiðjum í boði Listasafns Árnesinga og erum við í BES ævinlega þakklát fyrir velvilja listasafnsins í garð skólanna á svæðinu.