Fjáröflunar- og súputónleikar

Sunnudaginn 22. febrúar  verða haldnir fjáröflunar- og súputónleikar í sal skólans á Stokkseyri.  Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans spila og syngja og einnig eru þarna starfsmenn og foreldrar sem koma fram. Hugmyndin með þessum tónleikum er að safna fyrir tónmenntastofuna okkar. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 og að þeim loknum er boðið upp á súpu og brauð gegn vægu gjaldi . Einnig eru frjáls framlög vel þegin! Vonum við að vinir og velunnarar  hugsi  hlýlega til okkar og tónmenntastofunnar.