Fréttir

Glitrandi dagur í skólanum ✨🌟

Á morgun , föstudaginn 28. febrúar fögnum við Degi einstakra barna með glitrandi degi! 🌟 Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju glitrandi – hvort sem það eru föt, skart, hárskraut eða einfaldlega gleði og jákvæðni! ✨ Þátttaka er að sjálfsögðu valfrjáls, en við hlökkum til að sjá skólann glitra á þessum […]

Glitrandi dagur í skólanum ✨🌟 Read More »

Gjöf frá Kvenfélagi Eyrarbakka

Kvenfélag Eyrarbakka hefur veitt skólanum rausnarlegan styrk upp á 150.000 krónur til kaupa á nýjum yndislestrarbókum fyrir litla bókasafnið okkar á unglingastigi. Hafdís bókasafnsvörður er þegar farin glugga í bókatíðindi og vafra um netið í leit að spennandi bókum sem höfða til nemenda. Það verður sannarlega gaman þegar nýju bækurnar koma í safnið, því þær

Gjöf frá Kvenfélagi Eyrarbakka Read More »

Stuðningsyfirlýsing foreldrafélags BES

Stjórn foreldrafélags Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri lýsir hér yfir eindregnum stuðningi við kennara í baráttunni um betri og réttlátari kjör. Sjaldan hefur verið eins mikilvægt að kennarar fái sanngjörn laun og kjör þar sem þeir gegna lykilhlutverki í menntun barna okkar. Laun og kjör kennara eiga að endurspegla þá ábyrgð sem fylgir starfi og

Stuðningsyfirlýsing foreldrafélags BES Read More »

Skólakórar BES héldu frábæra tónleika

Þriðjudaginn 28. janúar héldu skólakórar BES glæsilega tónleika í skólanum á Stokkseyri fyrir fjölskyldur sínar og vini. Eldri og yngri kórinn sameinuðu krafta sína og fluttu fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Krakkarnir hafa verið ótrúlega duglegir og skemmtilegir á kóræfingum í vetur, og því var frábært að sjá afrakstur vinnu þeirra á sviðinu. Anna Vala, tónmenntakennari

Skólakórar BES héldu frábæra tónleika Read More »

Innritun í grunnskóla skólaárið 2025 – 2026

Innritun barna sem eru fædd árið 2019 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2025 fer fram á Mín Árborg til 25. febrúar næstkomandi.  Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan ásamt upplýsingum um skólahverfi á Skólaþjónusta. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar

Innritun í grunnskóla skólaárið 2025 – 2026 Read More »

Gjafir frá Foreldrafélaginu – Spil fyrir yngsta stigið!

Foreldrafélag Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur enn á ný glatt nemendur með skemmtilegri gjöf. En að þessu sinni færði það yngrastiginu úrval af spilum sem nýtast bæði í námi og leik! Kennarar, starfsmenn og nemendur tóku gjöfinni fagnandi og eru afar ánægðir með þessa viðbót við skólastarfið. Spilin munu án efa koma að góðum

Gjafir frá Foreldrafélaginu – Spil fyrir yngsta stigið! Read More »

Hefðbundið skólahald fellur niður í Árborg

Kæru foreldrar og forsjáraðilar Eftirfarandi gildir um stofnanir Sveitarfélags Árborgar fyrir fimmtudaginn 6. febrúar 2025: Röskun verður á skólastarfi. Hefðbundið skólahald fellur niður. Grunn- og leikskólar verða með mikið skerta starfsemi, þeir halda úti lágmarksmönnun og taka á móti börnum í brýnni neyð. Það ber að tilkynna um komu barnanna í skólann með tölvupósti; barnaskolinn@barnaskolinn.is

Hefðbundið skólahald fellur niður í Árborg Read More »

Nemendur sendir fyrr heim í dag

Kæru forsjáraðilar, Vegna appelsínugular veðurviðvörunar í dag, 5. febrúar 2025, munum við senda börnin heim fyrr til að tryggja öryggi þeirra. Skólabíllinn fer frá Eyrarbakka kl. 12:20 og Stokkseyri kl. 12:30. Við hvetjum ykkur til að sækja börnin ef þið hafið tök á. Börn í frístund verða í gæslu til kl. 13:10. Appelsínugul veðurviðvörun verður

Nemendur sendir fyrr heim í dag Read More »

Gjöf frá Foreldrafélaginu BES

Foreldrafélagið BES kom færandi hendi og gaf unglingastiginu glás af spilum sem henta vel til að spila í frímínútum og hádegishléinu. Með þessari frábæru gjöf gefst nemendum tækifæri til að leggja frá sér símana og njóta góðrar samverustundar í spilum og skemmtilegum samskiptum. Við þökkum foreldrafélaginu innilega fyrir þessa kærkomnu viðbót í skólastarfið okkar!

Gjöf frá Foreldrafélaginu BES Read More »