Fréttir

Jólahefð

Í vikunni þáðu nemendur 10. bekkjar hið árlega boð frá Byggðasafni Árnesinga um að skreyta eftirlíkingu af elsta jólatré landsins í Húsinu á Eyrarbakka. Þessi heimsókn er ein af okkar uppáhalds hefðum í BES. Upprunalega jólatréð, sem er spýtutré frá árinu 1873 úr uppsveitum Árnessýslu, eignaðist safnið árið 1955 og hefur það verið hluti af […]

Jólahefð Read More »

Ný stjórn foreldrafélags BES hefur hafið störf

Í morgun funduðu fulltrúar nýrrar stjórnar foreldrafélags Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri með stjórnendum skólans. Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð og farsæld nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Í nýrri stjórn foreldrafélagsins eru: Edda Bára Höskuldsdóttir, formaður, Hulda Dröfn Jónasdóttir, varaformaður, Sædís Ósk Harðardóttir, gjaldkeri, Áslaug Halla Elvarsdóttir, ritari,

Ný stjórn foreldrafélags BES hefur hafið störf Read More »

Samhristingur og Ólympíuhlaup í BES

Skólastarfið hófst með skemmtilegum samhristingsdegi þar sem allir nemendur 1.–10. bekkjar tóku meðal annars þátt í samvinnuleiknum Indiana Jones. Hlátrasköll heyrðust vítt og breitt um þorpið og var mikið fjör í skólanum. Dagurinn endaði á árlegu Ólympíuhlaupi í blíðskaparveðri. Boðið var upp á 2,5 km hring um hverfið og gátu nemendur gengið, skokkað eða hlaupið

Samhristingur og Ólympíuhlaup í BES Read More »

Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Skólasetning fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri mánudaginn 25. ágúst n.k. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Kl. 09:00 Nemendur í 1.- 6. bekk, f. 2019-2014. Kl. 10:00 Nemendur í 7. -10. bekk, f. 2013-2010. Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2019) verða jafnframt boðaðir til viðtals með umsjónarkennara. Að dagskrá

Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Read More »

Sumarlokun skrifstofu skólans

Skrifstofa skólans á Eyrarbakka er nú lokuð vegna sumarleyfa. Á Stokkseyri verður skrifstofan opin til og með föstudeginum 13. júní og lokar þá einnig yfir sumarið. Skrifstofan opnar aftur að loknu sumarleyfi miðvikudaginn 6. ágúst á Stokkseyri, á Eyrarbakka opnar hún síðar þar sem báðir ritarar hefja störf á Stokkseyri. Við óskum ykkur öllum gleðilegs

Sumarlokun skrifstofu skólans Read More »