Fréttir

Fjölmennt á opnu húsi í BES

Starfsfólk og nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þakka íbúum og öðrum velunnurum skólans fyrir heimsóknina í dag á opið hús í nýbyggingu skólans á Eyrarbakka. Það voru fjölmargir sem komu og gæddu sér á vöfflum með rjóma og skoðuðu húsnæðið. Það var ekki annað að sjá en að íbúar væru ánægðir með aðbúnaðinn og […]

Fjölmennt á opnu húsi í BES Read More »

Opið hús á Eyrarbakka föstudaginn 10. febrúar

Í tilefni af 170 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og að skólinn var að taka í gagnið nýtt húsnæði á Eyrarbakka, bjóðum við íbúum svæðisins og öllum áhugasömum að koma í heimsókn föstudaginn 10. febrúar milli klukkan 12:30 og 13:50. Nemendur og starfsfólk unglingastigs mun bjóða uppá vöfflukaffi og leiðsögn um skólahúsnæðið. Verið

Opið hús á Eyrarbakka föstudaginn 10. febrúar Read More »

Skólahreysti 2023 – undankeppni BES

Unglingastigið hélt undankeppni í skólahreysti í dag. Allir nemendur í 7. -10.bekk fengu að spreyta sig á brautinni og prufa þrautirnar. Alls voru 13 keppendur sem tóku þátt í undankeppninni. Ýmist var keppt í að hanga sem lengst, upphýfingum, dýfum, armbeygjum og að sjálfssögðu þrautabrautinni sjálfri. Þau sem hlutu sigur úr bítum að þessu sinni

Skólahreysti 2023 – undankeppni BES Read More »

Seinkun á skólaakstri í dag 31. janúar 2023

Einhver seinkun verður á skólaakstri í dag þriðjudaginn 31. janúar 2023 vegna vindhviða og hálku. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með hér á heimasíðu skólans en við munum setja inn upplýsingar um akstur um leið og við fáum grænt ljós frá Guðmundi Tyrfings. Starfsfólk skólans mun opna skólann á réttum tíma ef foreldrar kjósa

Seinkun á skólaakstri í dag 31. janúar 2023 Read More »

Nýtt skólahúsnæði BES á Eyrarbakka

Þann 4. janúar 2023 hóf unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkeyri nám í nýju húsnæði á Eyrarbakka. Í janúar 2022 greindist mygla í skólanum og unglingastigið þurfti að flytja úr húsinu meðan gerðar voru lagfæringar á útistofunum okkar og nýjar færanlegar kennslustofur ásamt skrifstofuálmu og mötuneyti voru byggðar. Fyrstu dagssetningar gerðu ráð fyrir afhendingu húsnæðis

Nýtt skólahúsnæði BES á Eyrarbakka Read More »