Flottur árangur BES í Skólahreysti

Lið Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri stóð sig glæsilega í undanriðli Skólahreysti sem fram fór miðvikudagskvöldið 27. apríl. Þau Vésteinn, Eyrún, Jóhanna og Halldór og Heiðný  voru fulltrúar okkar í keppninni og náðum við 38 stigum – vel gert! Stuðningsliðið okkar var til fyrirmyndar og voru okkar fulltrúar sjálfum sér og skólanum til sóma.