Árshátíð yngra stigs og páskaleyfi

Framundan er árshátíð yngra stigs en hún fer fram föstudagsmorguninn 8. apríl kl. 10:30 í hátíðarsal skólans á Stokkseyri. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir. Að lokinni árshátíð verður boðið upp á hamborgaraveislu fyrir alla á yngra stigi. Skólastarfi á yngra stigi lýkur kl. 12:30. Stjörnusteinar frístund hefur sína starfsemi kl. 13:15, skólinn sér um gæslu fram að því. Páskaleyfi stendur svo yfir 9. – 18. apríl en skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 19. apríl.

Gleðilega páska – starfsfólk BES.