Flygillinn okkar!

Fimmtudaginn 7. júní var flygillinn okkar vígður. Saga þessa flygils er ekki alveg ljós en húsvörðurinn okkar vakti athygli Magnúsar skólastjóra á því að í áhaldahúsi Árborgar á Stokkseyri væri flygill sem væri í afar slæmu ásigkomulagi. Við skoðun vaknaði sú hugmynd að fá leyfi til að taka flygilinn og láta gera við hann eins og hægt væri. Það var gert og flygillinn sendur til Björgvins orgelsmiðs og hans manna. Þeir unnu af slíkum krafti að hann var kominn í hús á Stokkseyri 7. júni og vígði þá fræðslustjórinn Þorsteinn Hjartarson flygilinn er hann spilaði undir fjöldasöng við opnun Barnabæjardaga. Þetta er glæsilegur gripur og við skoðun kom í ljós dagsetningin 18. mars 1902 sem er framleiðsludagur og er því flygillinn 110 ára gamall. Hann rýmar þá vel við aldur BES en við eigum 160 ára afmæli í október á þessu ári. Vonum við að með tilkomu flygilsins verði hægt að halda tónleika í salnum okkar hér í skólanum.