Á dögunum fór aðalfundur Foreldrafélags BES fram. Þar var kjörin ný stjórn en hana skipa:
Formaðurinn Elín Katrín Rúnarsdóttir (Elka), varaformaður Sara Dögg Arnardóttir, gjaldkeri Drífa Pálín Geirsdóttir, ritari Áslaug Halla Elvarsdóttir og meðstjórnendurnir Tanya Lind Daníelsdóttir Pollock og Guðlaug Lilja Sævarsdóttir. Netföng þeirra er að finna á heimasíðu skólans.
Nýja stjórnin fundaði með stjórnendum Barnaskólans á dögunum þar sem samstarf var rætt og hugmyndir viðraðar. Stjórnendur Barnaskólans leggja mikla áherslu á gott og öflugt foreldrasamstarf og hvetja foreldra og forráðamenn nemenda við skólann að ganga í foreldrafélagið og taka virkan þátt í störfum þess. Eins að styrkja félagið með því að greiða árgjöld en slíkt skapar svigrúm til fræðslu og viðburða.
Stjórnendur BES