Frábær árshátíð yngra stigs

Nemendur, kennarar og starfsfólk yngra stigs buðu upp á frábæra árshátíð fimmtudaginn 22. mars sl. Fullt var út úr dyrum af áhugasömum og spenntum aðstandendum sem nutu fjölbreyttra skemmtiatriða sem hafa verið í undirbúningi síðustu daga og vikur. Foreldrafélagið bauð svo upp á kaffi og kökur, sannarlega góður dagur hjá okkur í Barnaskólanum.