Frábærir íþrótta- og útivistardagar

Síðustu þrír skóladagar skólaársins 2019-2020 voru skipulagðir með íþróttir og útivist í forgrunni. Nemendur fóru í vettvangsferð á Þingvelli, göngu- og sundferð í Hveragerði, útivistardaga í Hallskot, kayak á Stokkseyri og sameiginlegan stöðvadag beggja skólastiga. Á lokadeginum fór svo íþróttakeppnin Járnkrakkarnir fram í annað sinn en þar keppa nemendur í þríþraut – sundi, hjólreiðum og langhlaupi. Sigurliðið í ár var skipað þeim Sunnu, Böðvari og Guðmundi úr 10. bekk en þau fóru brautina á nýju heimsmeti, 39 mínútum og 58 sekúndum! Nemendur og starfsmenn enduðu svo frábæra daga með grillveislu á Stokkseyri í blíðunni.