Skólasetning Barnaskólans haustið 2020

Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fer fram mánudaginn 24. ágúst 2020. Vegna fjöldatakmarkanna verður skólasetning í þrennu lagi eða sem hér segir:

 

Kl. 09:00        Nemendur í 2. – 3. bekkur, f. 2012-2013

Kl. 10:00         Nemendur í 4. – 6. bekkur, f. 2009-2011

Kl. 11:00         Nemendur í 7. – 10. bekkur, f. 2005-2008

 

Skólasetning yngra stigs fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri og eldra stigs í skólahúsnæði á Eyrarbakka. Vegna fjöldatakmarkanna er ekki óskað eftið aðkomu foreldra að skólasetningu unglingastigs. Foreldrar nemenda í 7. bekk eru undanþegnir þessum ákvæðum, eitt foreldri má fylgja nemendum 7. bekkjar. Nemendur 1. bekkjar fá boð um viðtalstíma og mæta þ.a.l. ekki á skólasetningu.