Framkvæmdir við húsnæði skólans á Stokkseyri

Síðan á fimmtudag hefur vinnuhópur verið að leggja stéttar í kringum húsnæði skólans á Stokkseyri. Þegar því verki lýkur verða stéttar allt í kringum skólann. Þetta breytir umhverfi skólans verulega  og auðveldar öllum að ferðast á milli húsa á skólalóðinni. Af þessu er einnig mikli prýði og nú verður hægt að fara að skipuleggja svæðið betur með tilliti til leiktækja og annarra hluta!