Vinna við tónlistarmyndband.

Sunnudaginn 7. október var hópur nemenda BES við upptöku á tónlistarmyndbandi á Eyrarbakka. Um var að ræða tónlistarmyndband með Ásgeiri Trausta. Vinnan við þetta hófst um 14.30 er 24 nemenda hópur úr 2. – 4. bekk mætti með reiðhjólin sín við skólann þar sem kvikmyndagerðarfólkið tók við þeim. Eftir smá búningavinnu var haldið út á götur Eyrarbakka til frekari vinnu. Um 17.00 bættust við fleiri nemendur og var þá farið niður á ströndina við Hafið Bláa þar sem lokaatriðið var tekið.  Þessu lauk síðan með pylsuveislu um 19.30. Var þá nokkuð löngum og köldum upptökudegi lokið. Þetta var afar skemmtilegt og stóðu nemendur skólans sig afar vel í þessu verkefni. Bæta má við að einn nemandi BES, Hrafn Ívarsson var með kvikmyndagerðarhópnum alveg frá laugardegi. Vonandi fáum við fleiri slíkar fyrirspurnir!