Á dögunum fengum við í BES heimsókn kennara frá borginni Lille í Frakklandi. Kennararnir fengu að fylgast með í kennslu hjá okkur ásamt því að heimsækja aðra leikskóla og grunnskóla í Árborg. Kennararnir hrifust mjög af skólastarfi í Árborg, þeir voru sérstaklega hrifnir af stuðningi sem nemendur fá í kennslu og miklu vægi list- og verkgreina í námi. Kennararnir voru mjög ánægðir með móttökurnar og færðu Páli skólastjóra trefil knattspyrnufélagsins LOSC Lille í þakkarskyni.
