Glæsileg árshátíð í gær!

Árshátíð BES var haldin í gær í húsnæði skólans á Stokkseyri. Fjölmenni var er skólastjóri setti hátíðna kl. 14.00. Að loknu stuttu ávarpi tóku kynnar hátíðarinnar þau Eyþór Atli og Hulda við og stýrðu árshátiðinni með glæsibrag allt til loka.

Sú nýbreytni var tekin upp að bekkir sem voru oddatölubekkir voru með atriði en hinir bekkirnir sáu um mikilvæg atriði í undirbúningi, dagskrárgerð og skreytingum. 10. bekkingar voru síðan með kaffiveitingar til fjáröflunar að dagskrá lokinni.

Hátíðin gekk afar vel og voru atriðin góð og þjóðleg, tekið var á einelti og eitt atriðið var forvarnaratriði í sambandi við áfengis- og vímuefnaneyslu. Kaffiveitingarnar voru glæsilegar. Viljum við sem störfum hér í skólanum þakka öllum sem komu að hátíðinni og öllum er sóttu hana.

Glæsileg hátíð í góðu veðri

Starfsmenn BES