Góðir gestir

Í vetur hafa 9. og 10. bekkur verið í Þjóðfélagsfræði hjá Ragnari Gestssyni.  Til að gleðja áhuga nemenda og umræður um þjóðfélagsmál hafa þau boðið til sín góðum gestum.  Skólinn lýtur á það sem nauðsyn að nemendur fái sem breiðastan sjóndeildarhring á þjóðfélagsmálin.  Að nemendur fái tækifæri til að þróa með sér gagnrýna og skapandi hugsun.

Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni reið á vaðið og sagði frá uppvexti sínum á Stokkseyri og snemmbærum áhuga á stjórnmálum, en hún varð oddviti þar 25 ára.  Næstur kom Hilmar Þór Hafsteinsson, kennari, sem fræddi nemendur um Búsáhaldabyltinguna en hann vann þar að skipulagningu við hlið Harðar Torfasonar. 

Fulltrúar tveggja stjórnmálaafla á Alþingi hafa komið og talað við nemendur, alþingismennirnir Birgitta Jónsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir sögðu frá störfum sínum í þágu lands og þjóðar.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason  ræddi við nemendur um náttúruvernd og virkjanahugmyndir.  Fleiri gesti hefur skólinn á boðslistanum t.d. koma eftir páska bæði fulltrúar Landsvirkjunar sem og hinna stjórnmálaflokkanna sem sitja á Alþingi.