Nemendur og starfsfólk BES urðu þess heiðurs aðnjótandi að fá til sín hina landsþekktu hljómsveit Guggurnar frá Hornarfirði í dag. Guggurnar léku fyrir troðfullu húsi á Rósenberg síðasliðna helgi og renndu við hjá okkur á leiðinni heim og fluttu sína frábæru tónleikadagskrá. Gera má ráð fyrir því að rólegt sé yfir hlutunum á Hornafirði þessa dagana því Guggurnar eru skipaðar þungaviktaraðilum Hornafjarðarsamfélagsins, skólastjóranum, vinnslustjóranum, umsjónarkennaranum, banskastjóranum og fleirum máttarstólpum. Guggurnar renndu í fjölbreytta dagskrá, allt frá Eminem til Bítlanna við mikin fögnuð og góðar undirtektir tónleikagesta. Við þökkum Guggunum fyrir komuna og óskum þeim góðrar heimferðar.
