Halloween, Halldór á hundavaði og háskólaheimsókn

Á miðvikudag fara nemendur BES á unglingastigi á Selfoss að sjá sýninguna “Halldór á hundavaði” í umsjón Hunda í óskilum. Þar verður farið í gegnum feril Haldórs Laxness á einni klukkustund! Nemendaráð stendur svo fyrir Halloweendansleikjum sama dag, fyrir miðstig kl. 17-19 og unglingastig um kvöldið. Dansleikirnir fara fram í Draugasetrinu. Á fimmtudag fara nemendur 9. og 10. bekkja á vísindavöku í Háskóla Íslands frá kl. 9:50-13:00.