Vel lukkaðir súputónleikar

Sunnudaginn 25. október fóru hinir árlegu súputónleikar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fram í samstarfi við Tónlistarskóla Árnesinga. Fram komu glæsilegir listamenn sem léku tónlist fyrir góða gesti sem fjölmenntu á þessa glæsilegu tónleika. Að þeim loknum var boðið upp á dásamlega súpu að hætti Hugrúnar matráðs. Gestir gátu greitt frjáls framlög í hljóðfærakaupasjóð en tekist hefur að safna fyrir rafmagnsgítar, rafbassa, gítarmagnara og bassamagnara með framlagi tónleikagesta frá tónleikum síðustu tveggja ára.