Hamingjuboðskapurinn útbreiddur

Vettvangsferð nemenda í 3. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri á Selfoss mánudaginn 6. mars sl. Hugmyndin að þessari ferð var sú að nemendur í BES fóru með jákvæð orð í nokkrar stofnanir við ströndina á baráttudegi gegn einelti þann 8. nóv. sl. Okkur langaði alltaf að láta Hamingjukrukkurnar með jákvæðu orðunum flæða upp á Selfoss. Ákváðu nemendur 3. bekkjar ásamt umsjónarkennara að láta verða af því og fóru með rútu á Selfoss. Fórum á bókasafnið, í ráðhúsið, á lögreglustöðina og að skoða sjúkrabílana. Færðum öllum Hamingjukrukkur með jákvæðum orðum til að hafa á kaffistofunni. Tókum síðan strætó heim. Þessi ferð var í alla staði skemmtileg, áhugaverð og fróðleg. Nemendurnir fengu að skoða, prófa og upplifa marga hluti. Við fengum afar góðar móttökur þar sem við komum.

Gunnhildur Gestsdóttir, umsjónarkennari.