Kæru foreldrar og forráðamenn.
Nú er haustið búið að færast yfir með sínum falegu litum og fjölbreyttu veðrabrigðum. Það kallar á hlýjan og góðan fatnað og langar okkur að biðja foreldra og forráðamenn að vera sérstaklega vakandi yfir fatnaði sinna barna. Skólastarfið við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur farið vel að stað, kraftur er í námi og starfi við skólann. Margt er á döfinni á næstunni, þar ber þetta helst:
- Eins og margir hafa tekið eftir er verið að loka skólalóðinn á Stokkseyri með steyptum stöplum. Þetta er gert í öryggisskyni, til að verja skólalóðina akstri. Við þökkum þolinmæðina sem forráðamenn hafa sýnt í framkvæmdaferlinu.
- Á morgun, miðvikudaginn 13. október, höldum við bleikan dag til stuðnings þeirra sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Allir að koma í bleiku!
- Haustfrí verður dagana 14. og 15. október og því skólinn lokaður. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 18. október.
- Ólympíuhlaupið fer fram þriðjudaginn 19. október.
- Skólafundur vegna styrks BES og nærumhverfisins fer fram miðvikudaginn 27. október kl. 17:30.
- Mánudaginn 1. nóvember er starfsdagur og því engin kennsla þann dag.
- Þriðjudaginn 2. nóvember er foreldraviðtaladagur þar sem nemendur koma með foeldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennara. Þar er líðan nemandans í forgrunni.
Okkar bestu kveðjur með ósk um ánægjulegt haustfrí,
starfsmenn BES.