Heimsókn frá Eistlandi

Við í Barnaskólanum fengum góða heimsókn í gær en þá tóku stjórnendur á móti sendinefnd skólafólks frá Eistlandi. Þau voru hingað komin til að kynna sér skólastarf Árborgar sem hefur vakið athygli víða. Fyrst fékk hópurinn ítarlega kynningu frá Fræðslusviði Árborgar í Ráðhúsinu og svo tóku skólaheimsóknir við. Stjórnendur kynntu nefndinni hugmyndafræði og framkvæmd Barnabæjar og hrifust gestirnir af því fyrirbæri. Einnig vöktu sundlaugarnar hrifningu en gestunum þótti merkilegt að börnum væri kennt sund um hávetur utanhúss!