Hinsegin vika í Árborg í fyrsta sinn

Vikuna 17.-23. janúar stendur forvarnateymi Árborgar fyrir fyrstu hinsegin vikunni sem haldin hefur verið hér í sveitarfélaginu.
Vikan er til þess gerð að auka fræðslu, skapa umræður og veita stuðning til þeirra sem tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt.

Það verður ýmislegt á döfinni þessa viku í öllu sveitarfélaginu í leikskólum, skólum og frístundarheimilinum. Félagsmiðstöðin og ungmennahúsið taka einnig virkann þátt.
Forvarnateymi Árborgar, í samvinnu við íslandsbanka og bókaútgáfuna Sölku, mun gefa öllum börnum í 1. bekk í Árborg bókina Vertu þú! Bókin segir litríkar sögur af fjölbreytileikanum og hvetur til fordómaleysis og víðsýni.

Á mánudaginn, 17. janúar, kl 20:30 verður TEAMS fyrirlestur frá Samtökunum 78 fyrir íbúa sveitarfélagsins. Hægt er að senda inn nafnlausar spurningar sem fyrirlesarinn mun reyna að svara. Allar helstu upplýsingar um fyrirlesturinn er að finna hér:
https://www.arborg.is/frettasafn/hinseginvika-arborgar-haldin-i-fyrsta-sinn

Forvarnarteymið hvetur íbúa sveitarfélagsins að klæðast regnabogalitum miðvikudaginn 19. janúar og sýna þannig samstöðu.

Það er ósk okkar að vikan opni hug íbúa fyrir málefninu og að sem flest taki þátt í að fagna með okkur fjölbreytileikanum.

Bestu kveðjur

Forvarnateymi Árborgar