Hópefli

Fyrstu 2 dagarnir í skólum á Eyrarbakka voru nýttir í umræðu og hópastarf. Krökkunum var skipt í fjóra hópa og voru verkefnin þessi: Félagsmál, námstækni, réttindi og skyldur nemenda og hópefli.

Í hópeflinu áttu krakkarnir að byggja turna úr spagetti með sykurpúða á toppnum eftir ákveðnum fyrirmælum. Þau voru ótrúlega klár að finna lausn á þessu undarlega verkefni og hér má sjá nokkra turna.

Nokkrar myndir frá hópastarfinu