Hvatningarverðlaun Heimilis og Skóla 2013

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri hlaut í gær Hvatningarverðlaun  Heimilis og Skóla við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.. Verðlaunin voru veitt fyrir BARNABÆ.  Tilnefningar til verðlauna Heimilis og skóla voru 28 þetta árið. Nánar verður greint frá þessu og settar inn myndir frá athöfninni. Við erum afar stolt af þessu og viljum þakka öllum þeim sem hafa stutt og tekið þátt í þessu verkefni undanfarin ár. Næsti Barnabæjardagur er föstudaginn 31. maí. Nánar verður greint frá því síðar.

Myndin í fullri stærð