Nemendur Barnaskólans tóku þátt í verkefninu um jólaglugga Árborgar í dag. Einn af gluggum byggingarinnar á Stokkseyri var skreyttur með mörgum snjóköllum sem mynda ramma utan um stafinn „S“- skemmtileg viðbót í skólastarfið og sífellt jólalegra hjá okkur í skólunum við ströndina.
