Jólamánuðurinn að ganga í garð

Nemendur og starfsfólk Barnaskólans hafa staðið í að skreyta húsnæði skólans hátt og lágt enda aðventan að bresta á. Í vikunni fóru svo nemendur 10. bekkja með Halldóru umsjónarkennara í Húsið á Eyrarbakka að skreyta elsta jólatré landsins. Gleðilega aðventu!

Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri