Jólaskreytingadagur 30. nóvember

Föstudaginn 30. nóvember verður hinn árlegi jólaskreytingadagur hjá okkur í Barnaskólanum. Við munum skreyta skólastofur og rými húsnæðanna á bæði Stokkseyri og Eyrarbakka á milli grautar- og matarhlés. Við hvetjum nemendur til að koma með jólasveinahúfur eða einhver jólahöfuðföt. Skólinn býður nemendum yngra stigs upp á piparkökur og kakó.

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri