Júdógarpar í BES

Þann 2. maí síðastliðinn varð Bjartþór í 8. bekk  Íslandsmeistari í -73 kg flokki undir 15 ára í júdó. Halldór í 8. bekk varð Íslandsmeistari í +80 kg flokki undir 15 ára. Úlfur í 10. bekk varð Íslandsmeistari í -90 kg flokki undir 18 ára. Um síðustu helgi varð svo Grímur Ívarsson sem var í 10. bekk í fyrra Norðurlandameistari í -90 kg flokki undir 21 árs, en hann er einnig Íslandsmeistari í sama flokki. Úlfur náði 3. sæti á Norðurlandamótinu. Snilldar árangur hjá snilldarpiltum. Hrafn og Sindri í 8. bekk og Böðvar í 5. bekk kepptu líka á mótinu og stóðu sig með sóma þótt þeir næðu ekki palli.