Nú styttist í Barnabæ

Nú eru þrjár vikur þar til Barnabær – Tívolí vikan okkar hefst. Undirbúningur er í fullum gangi og að komast mynd á skipulagið. Þessi útfærsla af Barnabæ hefur ekki verið prófuð áður hjá okkur og því í mörg horn að líta. Við óskum enn og aftur eftir foreldrum til að starfa með okkur þessa daga, í lengri eða skemmri tíma.

Sendið tölvupóst á besbarnabaer@barnaskolinn.is með upplýsingum um hvað þið viljið gera og hvenær. Við kjósum heldur að nota tölvupóstinn til þess að við getum haldið betur utan um þessar upplýsingar.

Í sameiningu getum við skapað frábæran lokahnykk á skólaárið!

Bestu kveðjur,

Barnabæjarteymið