Kór Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Unglingakór BES er að hefja æfingar í næstu viku. Í kórnum verða nemendur í 7. -10.bekk. Þáttaka í kór er val. Skráning í kór fer fram hjá Fríðu ritara. Æfingar verða á mánudögum 14:30-15:10 á Stokkseyri. Margt spennandi er á döfinni fyrir og eftir áramót. 22. október munu kórinn koma fram á súputónleikum í skólanum. Í vetur verða æfingabúðir þar sem kórinn æfir og gistir í skólanum. Í byrjun aðventu syngur kórinn nokkur lög á Aðventukvöldum í kirkjunum á Stokkseyri og Eyrarbakka. Í desember mun kórinn syngja fyrir heimilisfólk á Sólvöllum. Í desember verða haldnir Jólatónleikar kórs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkeyri.Vortónleikar í mars-apríl. Eldri kór og unglingakór stefna á að fara á Norbusang í Garðabæ í maí. Kórinn syngur á skólaslitum. Fleira skemmtilegt gæti komið upp sem ekki er komið á blað.

Með von um góða þáttöku,

Kolbrún Hulda Tryggvadóttir