Sorg og börn

Séra Kristján Björnsson mun í samráði við Barnaskólann á Stokkseyri og Eyrarbakka og leikskólann Brimver/Æskukot halda fund í salnum í Barnaskólanum á Stokkseyri miðvikudaginn 1. nóvember kl. 17.30 um sorg og börn. Byrjað verður á stuttu erindi um sorgarviðbrögð barna og sorgina okkar við missi barns. Eftir erindið verður umræðutími um efnið sem hvílir sannarlega á okkur og við erum öll að tengjast. Fundurinn er hugsaður aðallega fyrir foreldra og forráðamenn og aðra sem vinna með börnum eða eru áhugasöm um efnið.

Skólastjórnendur