Á dögunum gerði kór Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri góða ferð á landsmót skólakóra á Akranesi. Kórinn stóð sig mjög vel, skemmti sér konunglega og öðlaðist mikla og góða reynslu. Stjórnandi kórsins, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, sést hér á mynd með kórnum ásamt foreldraráði kórsins sem kom að skipulagningu ferðarinnar.
